Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn, geyma upplýsingar um stillingar o.fl. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora. ×
Laser / Botox / Fylliefni

Laser

Lasermeðferð við ýmsum húðsjúkdómum hefur allan tímann verið hluti starfseminnar. Stöðugt hefur bæst við tækjakostinn sem nú er mjög fjölbreyttur.

Með lasermeðferð hafa þróast nýjar aðferðir við meðferð húðsjúkdóma, æðaflækja í húð, örmyndunar og ýmissa annara breytinga í húð. Stöðug þróun er í lasermeðferð húðarinnar og fylgjast læknar Húðlæknastöðvarinnar vel með henni.

Meðal þess sem hægt er að meðhöndla með lasertækjum húðlæknastöðvarinnar er valbrá, rósroði , æðaslit í andliti (telangiectasiur), æðaslit á fótlimum og óæskilegur hárvöxtur. Einnig er hægt að að meðhöndla ofholdgun í húð (Keloid) og örmyndun í andliti eftir slæmar bólur (acneör). Afleiðingar sólskemmda í húð svo sem brúnar litabreytingar (lentigo), hrukkumyndun, og myndun forstigsbreytinga er einnig hægt að hafa áhrif á með lasermeðferð.

Hvað er hægt að meðhöndla:

 • Háreyðingarlaser

  Háreyðing með Vectus Laser

  Hárvöxtur kemur því miður oft á tíðum á þau líkamssvæði þar sem þeirra er ekki óskað. Orsökin getur verið vaxandi aldur eða þá hormónaójafnvægi. Margir plokka þessi hár, raka eða vaxa, sem getur oft ert húðina ásamt því að árangurinn er afar skammvinnur. Einnig geta þessar meðferðir valdið því að viðkomandi fær á tilfinninguna að hárvöxturinn aukist og að hárin verði grófari eftir á.

  Hver er munurinn á háreyðingu með Vectus Laser og IPL háreyðingarmeðferð?

  Við erum með áratuga reynslu á háreyðingarmeðferðum og okkar reynsla er sú að Vectus Laser er mun áhrifaríkari meðferð en hefðbundin IPL-háreyðingarmeðferð. Af hverju? Í einföldu máli getur maður sagt að lasermeðferð sé meðferð með ljósi sem er með ólíkum bylgjulengdum en bylgjulengdin ræður því hve langt ljósið nær niður í húðina. IPL er sýnilegt ljós með styttri bylgjulengd en Vectus Laserinn sem er innrautt ljós. Þar af leiðandi nær IPL ekki eins djúpt í húðina og Vectus Laser, sem eykur líkurnar á því að ná ekki til undirliggjandi hársekkja. Bakið er t.d. dæmigert svæði þar sem IPL ljósið nær ekki nógu djúpt og gefur þar af leiðandi ekki nógu góðan árangur. Vectus Laserinn beinist sérstaklega gegn dökka litarefninu í hárinu, hitar það alveg niður í hársekkinn og eyðileggur þannig hársekkinn endanlega. Við þetta örvast aðrir undirliggjandi hársekkir í húðinni og þess vegna verður maður að endurtaka meðhöndlunina þar til allir hársekkir eru komnir upp á yfirborðið.

  Vectus Laser inniheldur einnig Advanced Contact Cooling™ sem hjálpar til við að kæla og vernda húðina á meðan á meðferð stendur, ásamt því að innihalda Skintel™ Melanin Reader™ sem metur magn litarefnisins melanins í húðinni hjá hverjum og einum og þar af leiðandi húðgerð (I-VI) viðkomandi (sjá mynd). Eykur þetta áhrif og öryggi meðferðarinnar.

  Er háreyðingarmeðferð með Vectus Laser eitthvað fyrir mig?

  - Já, ef þú vilt láta fjarlægja óæskilegan hárvöxt í andliti eða á líkama, t.d. á bíkinisvæðinu eða fótleggjum.

  - Þó mikilvægt að hafa í huga að mjög ljóst hár, hvítt eða grátt, svarar ekki meðferðinni þar sem það verður að vera litarefni til staðar til að eyðileggja hársekkinn.

  - Því grófari og dekkri hár og ljósari húð, því betri og skjótari árangur! Ástæðan fyrir því er að því meira litarefni sem er til staðar í hárinu því meiri hiti leiðist niður í hársekkinn.

  - Mikilvægt er að hafa í huga að háreyðingarmeðferð krefst endurtekinna meðferða til að ná tilætluðum árangri. Hár gengur í gegnum mismunandi vaxtarfasa og meðferðin virkar best þegar hárin eru í vaxtarfasa. Á hverjum tíma er einungis hluti háranna í þeim fasa þar sem meðferðin virkar best. Þess vegna þarf að meðhöndla hvert svæði í nokkur skipti til þess að meðhöndla öll hárin í réttum vaxtarfasa. Það er nokkuð einstaklingsbundið hve margar meðferðir þarf og einnig getur verið munur á milli húðsvæða. Í andliti líða bara nokkrar vikur á milli vaxtarfasa á meðan það geta liðið nokkrir mánuðir á milli á fótleggjum. Þess vegna líða vanalega 1-2 mánuðir á milli meðferða.

  Hvernig fer meðferðin fram?

  Heppilegast er að svæðið sem á að meðhöndla sé nýrakað. Síðan er meðferðarhausinn lagður á húðina og og hleypt af skoti. Flestir upplifa skotið eins og skammvinna hitatilfinningu í húðinni. Þegar skotinu er hleypt af má sjá ljósglampa líkt og þegar teknar eru myndir með leifturljósi. Ekki er að vænta árangurs strax eftir meðferðina.

  Hverju má ég búast við eftir meðferðina?

  Strax efir meðferðina kemur fram vægur roði líkt og við vægan sólbruna. Einstaka sinnum vottar fyrir bjúg á meðferðarsvæðinu. Þessi einkenni ganga venjulega yfir á 30 mínútum til 24 klst. Ef sviði er í húðinni má bera kælipoka við húðina eða bera klalt gel, t.d. aloa vera á húðina.
  Það er mikilvægt að vernda meðferðarsvæðið frá sólinni 1-2 vikur fyrir og eftir meðferð. Einnig að forðast bað, heita potta, sund eða líkamsrækt þar sem maður svitnar mikið 24 klst eftir meðferðina.

  Hversu fljótt næst árangur?

  Ekki er að vænta árangurs strax eftir meðferðina, heldur líða yfirleitt 1-2 vikur þar til fer að draga úr hárvexti. í byrjun meðferðar má vænta að hárvöxtur aukist örlítið aftur rétt fyrir næstu meðferð. Þetta má ekki túlka sem a meðferðin hafi misheppnast, heldur eru hár sem verið hafa í hvíldarfasa að flytjast í vaxtarfasa og verða því sýnilegri.

  Hvernig ber ég mig að til að fá tíma í háreyðingarmeðferð með Vectus Laser?

  Þú getur haft samband við laserdeildina hjá okkur í síma 520-4407 / 520-4412 eða sent tölvupóst á laser@hls.is. Þar færðu allar nánari upplýsinar varðandi meðferðina.

 • Rósroði og æðaslit

  Andlitsroði og sólarskemmdir.

  Hvernig vinnur meðferðin?

  LUX G meðferðartækið hefur fyrst og fremst áhrif á grunnar æðar, roða og brúna bletti í húðinni. Tekið hentar því vel til þess að meðhöndla roða í andliti, t.d. vegna rósroða,grunnar æðar, en einnig má með höndla ljósbrúna bletti,s.k. sólarbletti. Slíka bletti skal greina fyrst af húðlækni.

  Tækið sendir geisla af ákveðinni bylgjulengd inn í húðina. Eiginleikar geislans eru þannig að orka geislans losnar í grunnu óeðlilegu æðunum og laskar æðarnará þann hátt að þær dofna og hverfa á 2-3 vikum.

  Hver er munurinn á ljósgeisla-tækjum og lasertækjum?

  Þetta eru mjög svipuð tæki. Á Laserdeild Húðlæknastöðvarinnar eru notuð bæði laser og ljósgeislatæki. Í flestum tilvikum er meðferðarsvæði ljósgeislatækjanna stærra en lasertækjanna og því hægt að meðhöndla stór svæði á skömmum tíma .

  Hvaða svæði er hægt að meðhöndla?

  Flest húðsvæði nema í kringum augun. Andlitið,er lang algengasta svæðið sem er meðhöndlað.

  Hvernig er meðferðin? Er hún sáraukafull eða hættuleg?

  Húðlæknirinn þinn ákveður hvaða styrkur og stillingar henta best fyrir þína húðgerð. Meðferðarhausinn er lagður á húðsvæðið sem á að meðhöndla og hleypt af. Þú munt sjá ljósglampa og heyra píp. Einnig muntu finna fyrir skammvinnri hitatilfinningu þegar skotið ríður af.

  Hverju má ég búast við eftir meðferðina?

  Strax eftir meðferðina má búast við einkennum svipað og eftir vægan sólbruna. Einstaka sinnum fylgir vægur bjúgur. Þessi einkenni ganga fljótt yfir og eru venjulega horfin á 2-4 klst. Ef þurfa þykir má bera kalt aloa vera gel á húðina á meðan.

  Sólarskemmdir/sólarblettir

  Blettirnir dökkna fyrst eftir meðferðina, en byrja síðan að dofna eftir 1-2 vikur.

  Rósroði
  Yfirleitt byrjar roðinn að minnka viku eftir meðferðina. Batinn heldur áfram í 1-2 vikur.

  Einstakar æðar og æðaslit
  Æðarnar geta horfið strax eftir meðferðina, þær geta einnig dökknað fyrst, en algengast er að þær dofni eða hverfi á 10-14 dögum.

  Í flestum tilvikum þarf að meðhöndla í nokkur skipti til að ná góðum árangri.

 • Æðar á ganglimum

  Æðaslit á ganglimum eru sjúkdómur í bláæðakerfinu. í ganglimum er bæði grunnt og djúpt æðakerfi og tengiæðar á milli. Æðaslitin myndast í grunna kerfinu, en þar sitja æðarnar í húðinni. Æðaslit er studnum samfara æðahnútum sem geta verða önnur birting sama sjúkdóms.

  í báðum kerfum eru æðalokur. Ef þær bila myndast aukinn þrýstingur í kerfinu og þá myndast frekar æðaslit. Margir hafa þó æðaslit án þess að lokurnar séu bilaðar. Bæði æðahnútar og æðaslit liggja í ættum.

  Talið er að allt að 40% kvenna fái æðahnúta eða æðaslit einhvern tíma á lífsleiðinni.

  Talið er að þeim sem eru hávaxnir sé hættara við sjúkdómnum. Einnig geta miklar stöður haft áhrif til hins verra. Þá geta hormónalyf eins og pillan haft áhrif til versnunar.

  Teygjusokkar eru gagnlegir til þess að draga úr einkennum og hamla þess að sjúkdómurinn versni.

  Lasermeðferð felur ekki í sér sprautur eða stungur og er árangursrík meðferð gegn grunnum æðslitum. Ef grunur er um æðahnúta samfara æðslitunum mælum við með mati hjá æðaskurðlækni. Í sumum tilvikum er ráðlegt að fjarlægja æðahnúta áður en lasermeðferð er gefin.

 • Andlitslyfting með Laser

  Slöpp og sigin húð
  Það er erfitt að sigrast á þyngdaraflinu. Samfara öldrun húðarinnar tapar húðin teygjanleika sínum og sígur gjarnan. Þetta er oft áberandi í andliti, en sést gjarna á kvið, rasskinnum, lærum og handleggjum.

  Lengi vel voru skurðaðagerðir eini möguleikin á að meðhöndla slík vandamál. Með tilkomu IR meðferðar hafa opnast nýjir meðferðarmöguleikar.

  Hér er sendur innrauður geisli djúpt í húðina sem hefur þau áhrif á bandvef að hann dregst saman og húðin lyftist. Áhrifin verða þó aldrei sambærileg við skurðaðgerð. Kostirnir við IR meðferðina eru hins vegar að meðferðin er áhættullítil. Ekki er þörf á svæfingu eða að skera í húðina. Nánast engin óþægindi fylgja meðferðinni og hún tekur skamman tíma í hvert skipti og hægt er að halda áfram venjulegu daglegu lífi strax að meðferð lokinni

  Þú getur kynnt þér áhrifin af innrauðri (IR) meðferð með því að skoða fyrir og eftir myndirnar hér á síðunni.

 • Húðlæknastöðin

  Smáratorg 1,
  201 Kópavogur,
  Iceland

 • Opnunartími

  Alla virka daga
  8:00 - 16:00

  Skiptiborð er opið
  09:00 - 12:00
  13:00 - 15:30

 • Hafa samband

  Sími: 520 4444
  Fax: 520 4400
  Email: timabokun@hls.is
  Laser / Botox / Fylliefni
  Sími: 520 4407 & 520 4412
  Fax: 520 4400
  Email: laser@hls.is

 • Samfélagsmiðlar

© Húðlæknastöðin ehf. - Með notkun á vefnum samþykkir notandi notkunarskilmála hans - Notkunarskilmálar og yfirlýsing um persónuvernd